Tilveran með ADHD
Vefnámskeið sem er hugsað fyrir fólk með ADHD einkenni. Áhersla er á að þátttakendur finni eigin styrkleika til að auka tækifærin í tilveru með ADHD.
Á námskeiðinu er fjölbreytt fræðsla og unnið með gagnlegar leiðir og verkfæri til að hámarka lífsgæði í tilverunni með ADHD.
Hægt er að vinna í námskeiðinu þegar þér hentar, heima í stofu eða hvar sem er!
Á námskeiðinu er fjölbreytt fræðsla og unnið með gagnlegar leiðir og verkfæri til að hámarka lífsgæði í tilverunni með ADHD.
Hægt er að vinna í námskeiðinu þegar þér hentar, heima í stofu eða hvar sem er!
Innifalið
Átta kaflar af fræðsluefni auk 20 einstaklingsverkefna
17 fræðslumyndbönd leiða þig í gegnum efnið
Aðgangur að vefnámskeiði í 12 vikur
Hægt að taka þátt í spjallborði með öðrum þátttakendum
Forgangur í einstaklingsviðtöl hjá fagaðilum Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar
Efni námskeiðsins
-
Hvað er ADHD?
-
Viðhorf
-
Orsakir og einkenni
-
Afleiðingar og fylgikvillar
-
Bjargráð
-
Meðferð
-
Grunnþarfir og lífsstíll
-
Félagsfærni og samskipti
Nánar um námskeiðið
Allt efni námskeiðsins er á íslensku og er unnið af sálfræðingum með reynslu í greiningum og meðferð. Auk þess kom fjölbreyttur faghópur að vinnslu efnisins. Hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni starfar þverfaglegur hópur sem er til staðar fyrir þig. Námskeiðið byggir á fræðilegri þekkingu og rannsóknum.
Fjöldi skemmtilegra mynda er í köflunum til nánari útskýringa en ekki síst til gamans.
Fjöldi skemmtilegra mynda er í köflunum til nánari útskýringa en ekki síst til gamans.
Jenný Gunnarsdóttir kennari fer með þér í gegnum námskeiðið þar sem hún ræðir efnið í myndböndum sem fylgja hverjum kafla. Ásamt því að vera menntaður kennari hefur hún einnig lokið grunnnámi í sálfræði og er sjálf greind með ADHD.
Teymið á bak við námskeiðið
Sigrún V. Heimisdóttir
Sérfræðingur í klínískri sálfræði
Regína Ólafsdóttir
Sérfræðingur í klínískri sálfræði
Jenný Gunnarsdóttir
Kennari og kynjafræðingur
Haukur Svansson
Læknanemi
Hildur Inga Magnadóttir
Uppeldis- og foreldraráðgjafi, markþálfi, einkaþjálfari.
Auður Ýr Sigurðardóttir
Sálfræðingur
Ingibjörg Ragna Malmquist
Sálfræðingur
Inga Hildur Jóhannsdóttir
Fjölmiðlafræðingur og skrifstofustjóri
Þórhallur Kristjánsson
Grafískur hönnuður
Kristján Máni Þórhallsson
Myndskreytir